World Pride 2021 (#TBT) – Myndir

Afturlitsfimmtudagur! Eða Throwback Thursday eins og hinn misvinsæli Kani myndi segja. 

Árið 2021 fórum við Ukulellur til Kaupmannahafnar til að spila á World Pride. Við spiluðum ekki bara á ráðhústorginu mikla og Gammel strand, heldur fluttum við tónlist okkar fyrir sjálfa krónprinsessu Dana – áður en hún varð drottning! Eftir glæsilegan performans fyrir drottninguna um gagnkynhneigt lið, lesbíur og lífið á 22 þegar við vorum fá og skiptumst á var okkur boðið upp á Rådhuspandekager.

Ráðhúspönnukökurnar frægu geyma mikla sögu, en þær eru bornar á borð við sérstök tilefni fyrir háttvirta gesti ráðhússins eins og íþróttafólk með ólympískar gullmedalíur, konungsfjölskyldur og Ukulellur. Ráðhúspönnukökurnar voru fyrst bornar fram fyrir hinn belgíska Kong Albert árið 1928 þegar hann heimsótti konungsfjölskylduna og vöktu þær mikla lukku. Svo mikla lukku að nú hafa þær verið bornar fram í tæp hundrað ár – en aðeins við sérstök tilefni. 

En nóg um pönnukökurnar, hér fylgja nokkrar myndir frá frægðarför Ukulella á World Pride 2021 (mynd af pönnukökum í lokin).



  • World Pride 2021 (#TBT) – Myndir

    World Pride 2021 (#TBT) – Myndir

    Afturlitsfimmtudagur! Eða Throwback Thursday eins og hinn misvinsæli Kani myndi segja.  Árið 2021 fórum við Ukulellur til Kaupmannahafnar til að spila á World Pride. Við spiluðum ekki bara á ráðhústorginu...

    World Pride 2021 (#TBT) – Myndir

    Afturlitsfimmtudagur! Eða Throwback Thursday eins og hinn misvinsæli Kani myndi segja.  Árið 2021 fórum við Ukulellur til Kaupmannahafnar til að spila á World Pride. Við spiluðum ekki bara á ráðhústorginu...

  • Tónleikar tónleikar tónleikar!

    Tónleikar tónleikar tónleikar!

    Á laugardaginn ætlum við að syngja um hjónabönd og öskuhauga, lessur og skápaferðir, gagnkynhneigt lið og heillandi handverkfæri, gamlar og nýjar kærustur, hrukkóttar lessur, laglegar lessur og og og.... vorum...

    Tónleikar tónleikar tónleikar!

    Á laugardaginn ætlum við að syngja um hjónabönd og öskuhauga, lessur og skápaferðir, gagnkynhneigt lið og heillandi handverkfæri, gamlar og nýjar kærustur, hrukkóttar lessur, laglegar lessur og og og.... vorum...

  • Tónleikar í Sykursal 2024 - Myndir

    Tónleikar í Sykursal 2024 - Myndir

    Við héldum tónleika í Sykursal þann 7. ágúst og skemmtum okkur og öðrum. Salurinn var troðinn af uppáhalds fólkinu okkar, en færri komust að en vildu – enda var stút-uppselt....

    Tónleikar í Sykursal 2024 - Myndir

    Við héldum tónleika í Sykursal þann 7. ágúst og skemmtum okkur og öðrum. Salurinn var troðinn af uppáhalds fólkinu okkar, en færri komust að en vildu – enda var stút-uppselt....

1 3